*

Bílar 13. janúar 2015

Heitir eftir syni stofnanda Opel

Opel hafði það sem markmið að nýr smábíll ætti að kosta minna en 10 þúsund evrur og mun það ganga eftir.

Opel ætlar að setja nýjan smábíl á markað á næsta ári. Bíllinn hefur fengið heitið Karl en þýski bílaframleiðandinn leitaði ekki langt yfir skammt því nafnið er í höfuðið á syni stofnanda fyrirtækisins.

Miðað við lýsingarnar liggur mikill metnaður að baki hönnun bílsins og fylgir sögunni að í þessum nýja meðlim Opel-fjölskyldunnar sé að finna öll þau þægindi sem teljast með þeim framsæknustu í dag.

Opel hafði það strax sem markmið við hönnun Karls að hann ætti að kosta minna en 10.000 evrur og mun það standa. Karl mun án efa sóma sér vel við hliðina á Opel Adam og Opel Corsa, sem kemur nýr á markaðinn strax eftir áramót.

Stikkorð: Opel  • Opel Karl