*

Tölvur & tækni 16. febrúar 2013

Heitir reitir og kaldir

Þegar litið er á heimskortið kemur í ljós að byltingin í fjarskiptum er mislangt á veg komin.

Það er örugglega ekki ofmælt að tala um byltingu í fjarskiptum á undanförnum árum, bæði með netinu og farsímatækni, en mörkin þar á milli verða raunar æ óljósari.

Um leið hefur sú þróun haft víðtæk áhrif á fjölmiðlun og afþreyingu hvers konar, en flestir eru sammála um að ballið sé rétt að byrja.

Líkt og sjá má á heim­skortinu að ofan er þeim gæðum harla misskipt, svo mjög að jafnvel mætti notast við gamalkunn hugtök Kalda­ stríðsins til þess að skipta heims­ byggðinni upp í fyrsta heiminn, annan og þriðja heiminn, eftir því hversu langt hún er á veg komin á upplýsingahrað­brautinni.

Stikkorð: Fjarskipti