*

Bílar 23. apríl 2015

Helga Hlín: Hef eytt alltof miklum peningum í bíla

Flestar útgáfur af Benz og Audi eru á óskalistanum hjá Helgu Hlín Hákonardóttur.

Það er misskilningur að halda að konur í íslensku viðskiptalífi hafi ekki áhuga á bílum. Flestar þeirra eiga sér draumabíla og draumabílar sumra þeirra þekkja heitustu bílaáhugamenn varla.

„Ég hef nú frá upphafi eytt allt of miklum peningum í bíla heldur en skynsamlegt getur talist og síðan hafa moto-cross hjólin bæst við. En það þarf sem sagt alltaf að vera einn Landrover Discovery á heimilinu. Frábærir ferðabílar með nóg pláss fyrir allt okkar hafurtask – allan ársins hring. Við þurfum reyndar að fara að endurnýja okkar eintak og það verður svona svolítið eins og jólin hjá okkur hjónunum,“ segir Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og stjórnarmaður Wow air.

„Svo eru flestar útgáfur af Benz og Audi á óskalistanum og ég hef verið svolítið hrifin af smábílunum og hef átt Benz A Class og Audi A1 sem voru skemmtilegir í snattið. Við eigum núna einn Benz 220C sem er alger draumur – en fast á hæla hans koma Audi 4 og Audi Q5.“

Nánar er fjallað um málið í Bílum, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.