*

Ferðalög 4. október 2013

Helgarferðir í vetur: Leyndarmálið fyrir utan New York

Ágæt leið til að brjóta upp veturinn á Íslandi er að kíkja í helgarferð til útlanda.

Það er algengur misskilningur að það þurfi að lágmarki heila viku eða tvær til að heimsækja New York. Það er hægt að gera heilan helling í borginni á aðeins tveim­ur til þremur dögum enda kemst enginn hvort sem yfir allt sem hægt er að sjá og gera þar á viku og þó það væri mánuður.

Flestir kannast við helstu kennileiti borgarinnar og auðvelt er að nálgast upplýsingar um helstu hverfi Manhattan, veitingastaði og bari. En hér kemur eitt sem ekki allir vita og er sérlega áhugavert fyrir alvöru sjoppara: Í klukkustundar lestarferð norður af borginni situr Woodbury Commons Outlet ­verslunarmiðstöð­in.

Þar eru öll helstu tískumerki heims seld með svim­andi afslætti. Þarna er hægt að kaupa Armani, Calvin Klein, Gucci, DKNY, Chloe, Ralph Lauren, Fendi, Oscar de la Renta, Max Mara, Burberry, Dior og fullt af öðrum merkjum á spottprís. Woodbury situr í öðru sæti yfir vinsælustu ferðamannastaði í Bandaríkjunum (Disney World er í fyrsta sæti). Við hliðina á verslunarmiðstöðinni er flugvöllur þar sem einkaþotur frá Sádi­ Arabíu og risastórar júmbóþotur frá Manchester á Englandi lenda að morgni og fara aftur heim að kvöldi.

Í nýjasta tölublaði Eftir vinnu er fjallað um skemmtilegar borgir sem gaman er að heimsækja. Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook.

Stikkorð: New York