*

Ferðalög 13. október 2013

Helgarferðir í vetur: Til Brussel að borða

Ágæt leið til að brjóta upp veturinn á Íslandi er að kíkja í helgarferð til útlanda.

Lára Björg Björnsdóttir

Til er fólk sem er alla jafna í megrun en fer sérstaklega til Brussel til að borða. Í Brussel má nefnilega finna gómsætustu veitingastaði í heimi. Það er algjör skylda að fara á klassískan moule frites stað sem býður upp á þjóðarrétt Belga, múslinga og franskar í hvaða útgáfu sem er. Og síðan má skella sér á góðan eþíópískan, afganskan, indverskan, víetnamskan, kóreskan, líbanskan (þessi upptalning gæti haldið áfram niður alla síðuna) veitingastað.

Að auki er fullljóst að áhugafólk um bjór og súkkulaði verður ekki svikið í Brussel. Ekki heldur áhugafólk um almennilega og vandaða antíkvöru. Um helgar spretta upp markaðir á hinum fjölmörgu torgum borgarinnar þar sem verslað er með silfur, massív viðarhúsgögn, blúndur og kristal. Eins gott að gera ráð fyrir yfirvigtinni.

Í nýjasta tölublaði Eftir vinnu er fjallað um skemmtilegar borgir sem gaman er að heimsækja. Vel valdir einstaklingar segja einnig frá uppáhaldsborginni sinni. 

Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook.

Stikkorð: Brussel  • Helgarferðir
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is