
Um 9.500 fólksbílar voru nýskráðir allt árið 2014. Af þeim voru næstum helmingur, eða 4.100 bílar, gráir á lit. Þetta má sjá í Árbók Bílgreinasambands Íslands.
Grár litur hefur lengið verið vinsælastur meðal landsmanna. Lítillega hefur þó dregið úr vinsældum hans undanfarin ár og rauðum og hvítum bílum fjölgað á móti.
Aðrir vinsælir litir á bílum á Íslandi eru brúnn, svart og blátt en grænir og gulir bílar njóta minni hylli.
Bílar, fylgirit Viðskiptablaðsins, kom út í gær. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.