*

Bílar 23. apríl 2015

Helmingur nýskráðra bíla grár á lit

Gulir bílar njóta minni hylli landsmanna en aðrir, samkvæmt samantekt Bílgreinasambandsins.

Guðjón Guðmundsson

Um 9.500 fólksbílar voru nýskráðir allt árið 2014. Af þeim voru næstum helmingur, eða 4.100 bílar, gráir á lit. Þetta má sjá í Árbók Bílgreinasambands Íslands.

Grár litur hefur lengið verið vinsælastur meðal landsmanna. Lítillega hefur þó dregið úr vinsældum hans undanfarin ár og rauðum og hvítum bílum fjölgað á móti.

Aðrir vinsælir litir á bílum á Íslandi eru brúnn, svart og blátt en grænir og gulir bílar njóta minni hylli.

Bílar, fylgirit Viðskiptablaðsins, kom út í gær. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.