
Tískuútgáfa snjallúrs Apple hefur sölu sína á vefverslun Apple á morgun, föstudag. Tæknirisinn Apple og hátískufyrirtækið Hermès hönnuðu í sameiningu sérstaka tískuútgáfu af snjallúri Apple, Apple Watch.
Hingað til hefur úrið aðeins verið til sölu í tilteknum Apple- og Hermès-búðum, en nú verður það sett á sölu á vefverslun Apple.Útgáfan kostar einhverju meira en venjulegt úr, eða um 500-600 bandaríkjadölum meira - 65 þúsund íslenskum krónum.
Munurinn felst helst í því að umgjörð úrsins er sérstök, auk þess sem hægt er að nota sérstaka Hermès klukkuhönnun í forriti úrsins sjálfs.