*

Tölvur & tækni 21. janúar 2016

Hermes Apple úrið til sölu á netinu

Apple og Hermes unnu saman að sérstakri útgáfu snjallúrsins sem verður nú hægt að versla í vefverslun Apple.

Tískuútgáfa snjallúrs Apple hefur sölu sína á vefverslun Apple á morgun, föstudag. Tæknirisinn Apple og hátískufyrirtækið Hermès hönnuðu í sameiningu sérstaka tískuútgáfu af snjallúri Apple, Apple Watch.

Hingað til hefur úrið aðeins verið til sölu í tilteknum Apple- og Hermès-búðum, en nú verður það sett á sölu á vefverslun Apple.Útgáfan kostar einhverju meira en venjulegt úr, eða um 500-600 bandaríkjadölum meira - 65 þúsund íslenskum krónum.

Munurinn felst helst í því að umgjörð úrsins er sérstök, auk þess sem hægt er að nota sérstaka Hermès klukkuhönnun í forriti úrsins sjálfs. 

Stikkorð: Apple  • Tíska  • Snjallúr  • Apple Watch  • Hermés
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is