*

Sport & peningar 20. janúar 2013

Herminator enn með neikvætt eigi fé

Félag Hermanns Hreiðarssonar hagnaðist um rúmar 300 þúsund krónur árið 2011. Hefur verið með neikvætt eigi sl. tvö ár.

Herminator ehf. hagnaðist um rúmar 303 þúsund krónur árið 2011, samanborið við hagnað upp á rúmar 138 þúsund krónur árið áður.

Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Herminator er í 100% eigu Hermanns Hreiðarssonar, fyrrverandi atvinnumanns í knattspyrnu. Tap félagsins árið 2009 nam um 2,5 milljónum króna.

Tekjur félagsins á árinu 2011 námu um 5.579 þúsund krónum en rekstrargjöld félagsins um 5.282 þúsund krónum. Rekstrarhagnaður félagsins nam því um 297 þúsund krónum, samanborið við tæplega 132 þúsund króna hagnað árið áður.

Eigið fé félagsins í árslok 2011 var neikvætt um rúmar 2,8 milljónir króna, samanborið við neikvætt eigið fé um rúmar 3,1 milljónir króna í árslok 2010. Skuldir félagsins í árslok 2011 námu tæplega fjórum milljónum króna.

Herminator var stofnað í september 2008 en fram kemur að tilgangur félagsins sé heildverslun með fatnað og skófatnað, blönduð umboðsverslun, bókaútgáfa og önnur útgáfustarfsemi, og önnur starfsemi tengd ferðaþjónustu, önnur íþróttastarfsemi og góðgerðastarfsemi, rekstur fasteigna og lánastarfsemi. Hermann er bæði stjórnarformaður og framkvæmdastjóri félagsins.