*

Tíska og hönnun 24. september 2013

Herragarður rétt fyrir utan New York

Rabbit Hill heitir einstakur herragarður sem er í aðeins fjörtíu mínútna fjarlægð frá New York borg.

Aðeins fjörtíu mínútum fyrir utan New York er gullfallegur herragarður til sölu. Hann heitir Rabbit Hill og var byggður árið 1928. Arkitektinn Mott Schmidt, sem þykir einn af meisturum georgíska stílsins í arkitektúr, teiknaði húsið.

Frá húsinu er gullfallegt útsýni yfir Hudson ánna. Stofurnar eru bjartar og lofthæðin mikil. Gólfefnin í aðalmóttökusalnum á fyrstu hæðinni eru úr marmara. Fallegar rósettur og útskorinn við er að finna í stofunum á fyrstu hæð hússins. 

Í garðinum er sundlaug og við hlið hennar er gullfallegt sundlaugarhús.

Húsið er að miklu leyti í upprunalegu ástandi. Allt handverk og öll innanhúshönnun er einstæð og sérstaklega vönduð. Í húsinu eru sex svefnherbergi, 11 baðherbergi og húsið er 1140 fermetrar.

Eignin kostar 10,9 milljónir dala eða 1,3 milljarður króna. Sjá nánari upplýsingar hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: New York  • Fasteignir