*

Matur og vín 23. mars 2011

Heston Blumenthal: Ég elska strendur Íslands

Kokkurinn og veitingastaðaeigandinn leikur í auglýsingu sem tekin var á og við Snæfellsnes.

Matreiðslumaðurinn og veitingahúsaeigandinn Heston Blumenthal leikur í auglýsingu fyrir Waitrose verslunarkeðjuna þar sem hann auglýsir gæðí íslenska fisksins.  Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta.

Auglýsingin er tekin á og utan við Snæfellsnes en hún er hluti af auglýsingaherferð verslunarkeðjunnar sem var stofnuð árið 1904 og rekur 243 verslanir á Bretlandi.  Í upphafi auglýsingarinnar segist Blumenthal elska strendur Íslands.

Viðskiptablaðið sagði frá því nýlega að Blumenthal  hafi opnað nýjan veitingastað í London, The Dinner, en fyrir átti hann The Fat Duck sem er með þrjár Michelin stjörnur og er þriðji besti veitingastaður heims að mati S.Pellegrino.  Hér má sjá frétt Fiskifrétta.

Stikkorð: Dinner  • Heston Blumenthal  • The Fat Duck