*

Hitt og þetta 29. ágúst 2013

Hið fullkomna flug

Marilyn Monroe og George Clooney bjóða upp á kaffi, Vilhjálmur prins flýgur vélinni og kampavíni er hellt í glösin 27 mínútum eftir flugtak.

Í skoðanakönnun sem The Telegraph lét gera á meðal 2000 farþega um hvernig draumaflugið yrði kom ýmislegt áhugavert í ljós. Fólk vill búa nálægt flugvellinum eða að meðaltali í 14 kílómetra fjarlægð frá honum. Fólk fær að hafa handfarangurinn hjá sér en er ekki látið troða honum í handfarangursrýmin fyrir ofan sætin. 

Í ljós kom einnig afar mikill áhugi á fína og fræga fólkinu í áhöfn vélarinnar en margir nefndu Marilyn Monroe og George Clooney sem flugþjóna og Vilhjálm Bretaprins sem flugmann. Meðaltími frá innritun og þangað til farið var um borð í vélina var 32 mínútur. Gluggasæti fyrir miðju vélar þótti huggulegast og maturinn um borð var eldaður af Jamie Oliver.

Stikkorð: Flug  • Hamingja  • Gleði