*

Menning & listir 9. desember 2019

Hildur tilnefnd til Golden Globe

Emmy verðlaunahafinn fyrir tónlistina úr Chernobyl, Hildur Guðnadóttir, gæti unnið Golden Globe fyrir tónlistina í Jókernum.

Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir hefur verið tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna fyrir bestu lagasmíðarnar í kvikmynd fyrir tónlist sína í myndinni um Jókerinn, sem Joaquin Phoenix lék í.

Þetta kemur fram í tilkynningu um hverjir fá tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna, sem oft eru talin góð vísbening um hverjir fái Óskarsverðlaunin sjálf, á vef hátíðarinnar. Í september hlaut Hildur Emmy verðlaunin fyrir tónlist sína í þáttaröðinni Chernobyl, og er hún jafnvel orðuð við Óskarsverðlaunin að mati sumra sem til þekkja.

Keppinautar hennar um að fá Golden Globe verðlaunin eru Alexandre Desplat fyrir tónlistina í myndinni Little Women, Daniel Pemberton fyrir Motherless Brooklyn og svo Randy Newman fyrir tónlistina í bæði Marrage Story og 1917.

Myndin um Jókerinn hefur jafnframt hlotið tilnefningu sem besta kvikmyndin, Joaquin Phoenix sjálfur fyrir besti leikarinn í myndinni og Todd Phillips fyrir að vera besti leikstjórinn fyrir myndina.