*

Bílar 28. nóvember 2015

Hilmir Snær ekur Maserati

Tökur standa nú yfir á kvikmyndinni Fyrir framan annað fólk, sem er rómantísk gamanmynd.

Róbert Róbertsson

Glæsilegur Maserati er í nokkuð stóru hlutverki í myndinni  Fyrir framan annað fólk sem Óskar Jónasson leikstýrir.

Með aðalhlutverk fara Hilmir Snær Guðnason, Snorri Engilberts, Svandís Dóra Reimarsdóttir og Hafdís Helga Helgadóttir en einnig kemur Bubbi Morteins fram í myndinni.

Hilmir Snær leikur framkvæmdastjóra PIPAR\TBWA í myndinni sem heitir Friðrik. Hann á fátt sameiginlegt með Valgeiri Magnússyni, hinum raunverulega framkvæmdastjóra stofunnar. Valgeir ekur t.d. yfirleitt um á smábílum en Friðrik, framkvæmdastjórinn í myndinni, ekur um á áðurnefndum Maserati.

,,Það er samt ekki leiðinlegt að láta Hilmi Snæ leika sig,“ segir Valgeir. Við fengum Óskar Jónasson leikstjóra til að lýsa Friðrik og Selmu Rut Þorsteinsdóttur, hönnunarstjóra PIPAR\TBWA, til að lýsa Valgeiri til að reyna að átta okkur á týpunum og hversu ólíkir þeir eru.

Elskar ítalska bíla og konur

,,Friðrik auglýsingastofustjóri er manngerð sem margir kannast við, lífsnautnamaður og sprelligosi. Hann elskar að halda partí, hann elskar ítalska bíla og í rauninni allt það sem er ítalskt. Umfram allt elskar hann þó konur. Margar konur. Og hann kann á þær. Hann spilar á þær af einstöku listrænu innsæi,” segir Óskar um framkvæmdastjórann í myndinni.

,Hann er ótrúlegur fagmaður í þeirri kúnst. Svo mikill fagmaður að hann lætur samstarfsmenn sína ekki fara varhluta af kunnáttunni. Hann lætur ekkert tækifæri ónotað til að gauka að þeim gullkornum og góðum ráðum í sambandi við að nálgast hitt kynið. Oft með góðum árangri, en stundum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.” 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Bílar  • Maserati  • Hilmir Snær