*

Ferðalög 21. júní 2013

Hilton valin besta lúxushótelkeðjan

Þrátt fyrir svartar horfur í efnahagsmálum er mikið líf í lúxushótelbransanum.

Hilton hótelkeðjan hefur verið valin sú besta í hópi lúxushótela samkvæmt niðurstöðum könnunar hjá Digital Luxury Group (DLG). Í næstu sætum komu Sheraton, Westin, Four Seasons og Hyatt.

DLG fékk upplýsingar frá 133 milljón neytendum á netinu sem veittu upplýsingar um 70 hótelkeðjur.

Þrátt fyrir svartar tölur um efnahagsástand virðist lúxushótelbransinn í góðum málum en hann hefur vaxið um 1,5% á síðasta ári.

Bandaríkjamenn tróna á toppnum yfir fólk sem nýtir sér þjónustu lúxushótela og eru 66,3% viðskiptavina lúxushótela í heiminum.

New York borg er í efsta sæti þeirra sem leita að lúxushótelum eða lúxusvörum en þær borgir sem hækka mest á listanum eru London, Dubaí og París. 

 1. Hilton
 2. Sheraton
 3. Westin
 4. Four Seasons
 5. Hyatt
 6. Hyatt Regency
 7. Ritz‐‑Carlton
 8. Embassy Suites
 9. Renaissance
 10. InterContinental
 11. Fairmont
 12. JW Marriott
 13. Sofitel
 14. Grand Hyatt
 15. Loews
 16. Shangri-La
 17. Mandarin Oriental
 18. St. Regis
 19. Le Meridien
 20. Regent
 21. Park Hyatt
 22. Kempinski
 23. Jumeirah
 24. Langham
 25. Taj Hotel
 26. Kimpton
 27. Nikko
 28. Banyan Tree
 29. Andaz
 30. 30. Swissotel
 31. Oberoi
 32. W Hotel
 33. Affinia
 34. Rosewood
 35. Pan Pacific
 36. Vivanta by Taj
 37. Hotel du Vin
 38. Raffles
 39. Steigenberger
 40. One & Only
 41. Omni Hotel
 42. Peninsula
 43. Anantara
 44. Six Senses
 45. Dusit
 46. Radisson Blu Hotel
 47. Bulgari Hotels
 48. Guoman
 49. Angsana
 50. Conrad

CNN segir frá málinu á vefsíðu sinni í dagStikkorð: Hilton Hótel  • lúxushótel