*

Ferðalög & útivist 22. febrúar 2013

Hitabeltisparadís í gömlu sovésku flugskýli

Í gamalli sovéskri herstöð í Þýskalandi hefur flugskýli verið breytt í sólarparadís.

Risastóru flugskýli í gamalli sovéskri herstöð í Krausnick í Þýskalandi hefur verið breytt í hitabeltisparadís. Vefmiðillinn Stuff.co.nz segir frá þessari dýrð á vefsíðu sinni. 

Nú geta þeir sem þurfa smá sól og sumar yfir köldustu vetrarmánuðina upplifað exótískar plöntur og leikið á strönd. Í flugskýlinu er líka lón, veitingastaðir, vatnsrennibraut, sýningar, gufubað og ævintýragarður.

Ef fólk er ekki búið að fá nóg eftir einn dag þá er óþarfi að örvænta, það er líka hægt að gista. 

 

 

Stikkorð: Paradís