*

Heilsa 29. september 2013

Hjartasjúkdómar enn algengir

Hjartavernd leggur áherslu á hreyfingu, hollt mataræði og það að fólk forðist reykingar.

Hjarta- og æðasjúkdómar eru ennþá ein algengastadánarorsök Íslendinga. Þjóðin er að eldast og nauðsynlegt er að nýta allar þekktar forvarnir eins og hægt er. Kemur þetta fram í ársskýrslu Hjartaverndar, en hún kom út í tengslum við aðalfund samtakanna í síðustu viku.

Lífsstíll hefur mikið að segja um hættuna á hjartasjúkdómum og leggur Hjartavernd t.d. áherslu á hreyfingu, hollt mataræði og það að fólk forðist reykingar. Þrátt fyrir að hjartasjúkdómar séu ennþá algengasta dánarorsökin hér á landi hefur nýgengi kransæðastíflu þó lækkað um 40% á aldarfjórðungi og dánartíðni hefur lækkað um 55%.