*

Menning & listir 8. júlí 2012

Hjólað um Reykjavík

Þó nokkrir aðilar bjóða upp á ferðir um Reykjavík þar sem tækifæri gefst til að kynnast sögu borgarinnar betur.

Þó nokkrir aðilar bjóða upp á ferðir um Reykjavík þar sem tækifæri gefst til að kynnast sögu borgarinnar betur. Stærsti hluti  viðskiptavina fyrirtækja sem bjóða upp á hjóla- og gönguferðir hér á landi eru erlendir ferðamenn. Mikið er um að vera á sumrin í slíkum ferðum en á veturna liggur starfsemin í nokkrum dvala, sérstaklega yfir köldustu mánuðina.

Hjólað um borgina
Fyrirtækið Bike Company býður upp á hjólreiðaferðir í Reykjavík og víðar á landinu, til að mynda eru farnar svokallaðar Bláa lóns-ferðir þar sem hjólað er um Prestsstíg og meðal annars komið við í Grindavík. Fyrirtækið leigir auk þess út hjól og er með  leigur á nokkrum stöðum á landinu. Fyrirtækið sem var stofnað í fyrravor er þegar komið með pantanir fyrir 350 manns næsta  sumar en erlendar ferðaskrifstofur hófu nýverið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á hjólreiðaferðir með fyrirtækinu.

Sigurður Skarphéðinsson, einn af fjórum eigendum Bike Company, segir að ferðir þeirra um Reykjavík taki um þrjá tíma þar sem reynt er að sýna ferðamönnum það helsta sem finna má hér í borginni. Farið er niður á höfn, út í Nauthólsvík, í gamla Vesturbæinn og víðar. Sigurður segir ferðamennina oft hafa mikinn áhuga á sögu borgarinnar, þröngum götum og gömlum  húsum, ekki síður en byggingum á borð við Hörpu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.