*

Heilsa 16. mars 2013

Hlaupa í sömu skónum allt árið

Hlaupafólk lætur veðrið sjaldnast á sig fá og hleypur í kafaldsbyl jafnt sem sólskini.

Fyrir óvana hlaupara eða þá sem fylgjast með út um gluggann geta vetrarhlaup virst hálfgalin. Um það eins og annað vilja fagaðilar þó meina að allt er hægt sé rétti útbúnaðurinn fyrir hendi. Viðskiptablaðið hafði samband við Daníel Smára, eiganda Afreksvara í Glæsibæ, til að ræða vetrarhlaup. Afreksvörur er sérverslun fyrir hlaupara og þekkir Daníel Smári helstu vetrarráðin því vel. Vetrarhúfa og vettlingar

„Í hlaupafatnaði er vorlína og vetrarlína,“ segir Daníel Smári. „Sérhæfður hlaupafatnaður er hannaður þannig að hlaupari þarf helst aldrei að vera í meira en tveimur lögum af fatnaði.“ Þannig einkennist vetrarfatnaðurinn af þykkari hlaupabuxum sem eru þá gjarnan fóðraðar að innan og þola vetrarkuldann.

Aðspurður segir Daníel Smári flesta hlaupa í sömu skónum allt árið um kring. Reynt hafi verið að selja árstíðarbundinn skófatnað, en illa tekist til.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Hlaup