*

Heilsa 1. júní 2013

Hlaupasumar allan hringinn

Jafnt byrjendur sem lengra komnir geta hlaupið um allt land í sumar.

Þjóðin virðist öll tekin til við útihlaup og þykir mörgum kjörið tækifæri að tvinna áhugamálið saman við ferðalög sumarsins. Reykjavíkurmaraþonið þarf vart að kynna fyrir nokkrum og stíga margir sín fyrstu hlaupaskref á þeim vettvangi. Þó að minna fari fyrir öðrum hlaupum er margt í boði fyrir þá sem vilja hreyfa sig í sumar. Viðskiptablaðið tók saman lista yfir nokkur skemmtileg hlaup á ferðinni í kringum landið. Hér fylgja nokkur hlaup sem hægt er að taka þátt í júní.

 

1. júní - Mývatnsmaraþon

Hið árlega Mývatnsmaraþon fer fram laugardaginn 1. júní 2013. Haldið er af stað við Jarðböðin og hlaupið umhverfis Mývatn.

8. júní - Kvennahlaupið

Þann 8. júní næstkomandi munu konur um allt land koma saman í tuttugasta og fjórða skiptið til að taka þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ.

26. júní - Skógarhlaup í Hallormsstaðaskógi

Skógarhlaupið er 14 km hlaup í Hallormsstaðaskógi. Hlaupið hefst í Trjásafninu og er hlaupið á mjúkum skógarstígum í umhverfi skógarins.

29. júní - Hamingjuhlaupið

Hlaupið er 54 km, frá Árnesi í Trékyllisvík til Hólmavíkur, en þeir sem vilja styttri vegalengd geta byrjað á fyrirfram ákveðnum áningarstöðum í hlaupinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stikkorð: Hlaup