*

Heilsa 30. desember 2012

Hlaupið í búningum á gamlársdag

Gamlárshlaup ÍR verður haldið á morgun og hlauparar eru hvattir til að mæta í búningum í hlaupið.

Gamlárshlaup ÍR verður haldið í 37. sinn á morgun. Hlaupið verður frá Hörpu og hlaupið 10 kílómetra. Í fyrra luku 760 hlauparar keppni þar sem Kári Steinn Karlsson sigraði í karlaflokki en Arndís Ýr Hafþórsdóttir í kvennaflokki.

Samkvæmt heimasíðu RÚV er búist við yfir 800 hlaupurum á morgun. 

Hlauparar mæta oft í skrautlegum búningum í gamlárshlaupið og það hefur myndast skemmtileg stemning á keppnisstað.