*

Heilsa 30. mars 2014

Hleypur á Mount Fuji

Elísabet Margeirsdóttir ætlar að hlaupa 169 kílómetra í apríl.

Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og veðurfréttamaður, er þessa dagana að undirbúa sig fyrir það að hlaupa á Mount Fuji í Japan sem fer fram 25. apríl. Hlaupið er 169 kílómetrar og upphækkunin 9.500 metrar. Elísabet hleypur ásamt þremur öðrum Íslendingum. Hún hefur ekki sett sér tímamarkmið. 

„Ég ætla að fara af stað með engar væntingar. Svo lengi sem ég er á hreyfingu þá er ég mjög glöð en einhvern tímann hlýt ég að enda í markinu,“ segir Elísabet. Hún segist ekki hafa hlaupið svo langt áður og aldrei komið til Japan.