*

Tölvur & tækni 12. september 2013

Hlutabréf í Apple féllu um 5%

Daginn eftir að nýir símar Apple voru kynntir til leiks féllu hlutabréf um 5%.

Hlutabréf í Apple féllu meira en 5% í gær, daginn eftir að nýir símar voru kynntir til leiks. iPhone 5S og ódýrari útgáfa, iPhone 5C, voru settir á markað á þriðjudaginn. 

5C týpan kostar 469 pund en greinendur segja að það sé of dýrt fyrir markaði í þróun. Með því muni Apple eiga erfitt með að keppa við Samsung og Huawei um nýja markaði. 

Hluturinn í Apple var á tæpa 468 dollara í gær, sem þýddi að verðið hafði lækkað um 5,4%.

Stikkorð: Apple