
Hlutabréf í Tesla Motors, sem framleiðir rafmagnsbílinn Tesla, féllu um 7% í gær og 14% á miðvikudaginn.
Ástæðan er slæm afkoma framleiðandans. Tap hans nam 38 milljónum dollara á þriðja fjórðungi. Það hjálpar ekki til að ítrekað hefur kviknað i Tesla bílum að undanförnum.
Eldsvoðana má rekja til óhappa sem hafa orðið en fjárfestar hafa engu að síður áhyggjur á það hvaða áhrif þetta kann að hafa á sölu bílanna.
„Fréttafyrirsagnir um þessa eldsvoða hafa mjög slæm áhrif á fyrirtæki sem meira og minna byggir afkomu sina á ímynd frekar en fjármálum,“ segir Karl Brauer, sérfræðingur hjá Kelley Blue Book greiningarfyrirtækinu.