*

Sport & peningar 8. maí 2013

Hlutabréf United lækkuðu mest um 5,2%

Strax í byrjun dags lækkuðu hlutabréf Manchester United um rúm fimm prósent, en hafa rétt við kútnum síðan.

Gengi hlutabréfa enska knattspyrnufélagsins Manchester United hafa lækkað um 1,33% frá lokaverði í gær og virðast hluthafar því vera að taka fréttum af brotthvarfi þjálfarans Alex Ferguson með nokkurri ró.

Reyndar lækkuðu bréfin umtalsvert rétt í blábyrjun dagsins og fór gengi bréfanna lægst í 17,79 dali á hlut. Lokagengi í gær var 18,77 dalir á hlut og nam lækkunin innan dags því rúmum 5,2%.

Eins og áður segir hefur gengið jafnað sig síðan á og er gengi bréfa Manchester United nú 18,52 dalir á hlut og hefur lækkað um 1,33% frá deginum á undan.