*

Sport & peningar 26. júní 2015

Hlutabréfaverð í Nike rýkur upp eftir frábært uppgjör

Hagnaður íþróttavöruframleiðandans Nike hefur aukist til muna og hlutabréf hafa hækkað í verðið samhliða því.

Hlutabréfaverð í Nike rauk upp um 4 prósent í morgun og hefur aldrei verið hærra. Hækkunin átti sér í stað frábærs fjórða ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins, sem var mun betra heldur en spáð hafði verið.

Eftir lokun markaða í gær tilkynnti Nike að félagið hefði hagnast um 0,98 dollara á hvern hlut og var það 26 prósenta hækkun. Greiningaraðilar höfðu spáð hagnaði upp á 0,86 dollara á hvern hlut samkvæmt Bloomberg.

Sala fyrirtækisins nam 7,8 milljörðum dollara og var það aukning upp á 5 prósent. Greiningaraðilar spáðu sölu upp á 7,7 milljarða dollara.

Hlutabréfaverð í Nike hefur hækkað um 14 prósent frá ársbyrjun og um 43 prósent undanfarna tólf mánuði.

 

Forstjóri Nike, Mark Parker, lýsti yfir mikilli ánægju með frábært ár hjá Nike og sagði hann að tækifærin til áframhaldandi vaxtar hefðu aldrei verið meiri.

Stikkorð: hlutabréf  • Nike  • íþróttir