*

Sport & peningar 8. mars 2018

HM bikarinn á leið til landsins

Bikarinn verður í fylgd með franska knattspyrnumanninum Christian Karembeu sem lyfti bikarnum með Frökkum á HM 1998.

Hinn goðsagnakenndi FIFA HM bikar, sem strákarnir okkar eru að fara að kepa um í Rússlandi í sumar, er á leiðinni til landsins. Í fylgd með bikarnum verður knattspyrnumaðurinn Christian Karembeu sem lyfti bikarnum árið 1998 þegar hann var heimsmestari með franska landsliðinu.

Bikarinn verður á sýningu í Smáralind frá 23-25 mars næstkomandi en þetta er liður í alheimsför sem Coca-Cola stendur fyrir þar sem bikarinn kemur við í 91 borg í 51 landi og 6 heimsálfum. Bikarnum er fylgt í hlað á hverjum stað af heimsþekktum knattspyrnumönnum.

Chrisian Karembue á glæsilegan feril að baki. Ásamt því að vera heimsmeistari með Frökkum árið 1998 þá var hann einnig í liðinu sem varð Evrópumeistari árið 2000. Karembue spilaði yfir 50 landsleiki auk þess sem hann spilaði rétt ræplega 400 deildarleiki með liðum á borð við Real Madrid, Nantes, Sampdoria, Middlesbrough og Olympiacos.

Karembeu verður á landinu þann 25. mars og verður viðstaddur viðburð í Smáralind þar sem öllum gefst færi á að hitta hann og sjá bikarinn um leið.