*

Tíska og hönnun 15. desember 2017

H&M hannar herralínu með stórstjörnu

Einn þekktasta tónlistarmaðurinn og pródúsentinn í dag, G-Eazy hannar með H&M.

H&M kynnir með stolti G-Eazy x H&M, ný herralína unnin í samstarfi við einn þekktasta tónlistarmann og pródúsent í dag, G-Eazy. Línan markar einnig útgáfu nýjustu plötu G-Eazy, The Beautiful & Damned, sem fer í sölu um allan heim í dag. H&M og G-Eazy unnu saman að línunni og endurspeglar þannig línan stíl hans og útlit. Línan verður fáanleg í útvöldum verslunum H&M frá og með 1. mars næstkomandi.

„Stíllinn minn er klárlega stór partur af mér og hvernig ég tjái mig á skapandi hátt sem listamaður. Ég er ótrúlega stoltur af línunni og ég get ekki beðið eftir að sýna öllum afraksturinn‟ segir G-Eazy.

„G-Eazy er ótrúlega töff týpa, stíllinn hans er mjög líkur þeim straumum sem við erum að sjá í herratískunni núna. Það var mikill heiður að fá að vinna með honum. Við elskum hvernig hann blandar saman götutískustílnum við formleg klæðskerasnið, hversu litríkur hann er og ófeiminn við allskonar mynstur. Við hlökkum til að svipta hulunni af G-Eazy x H&M línunni‟ segir Andreas Löwenstam yfirhönnuður herrafatnaðar H&M.

 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is