*

Heilsa 25. nóvember 2013

Hnetuát lengir lífið

Þeir sem borða hnetur daglega minnka líkur á hjartasjúkdómum um 29% samkvæmt nýrri rannsókn.

Fólk sem borðar reglulega hnetur lifir lengur samkvæmt niðurstöðum úr einni stærstu rannsókn sinnar tegundar. Niðurstöðurnar voru birtar í New England Journal of Medicine þar sem hollusta fæðunnar var tíunduð.

Rannsóknin, sem gerð var af bandarísku teymi, leiddi einnig í ljós að þeir sem borða hnetur lifðu heilbrigðari lífstíl sem hefði einnig áhrif á lífslíkur en hneturnar sjálfar gerðu þó sitt gagn.

Rannsóknin er sú stærsta sem gerð hefur verið en fylgst var með 120 þúsund manns í 30 ár. Fólk sem borðaði reglulega hnetur var í minni hættu á því að deyja fyrir aldur fram. Fólk sem át hnetur einu sinni í viku eða oftar lifði lengur en þeir sem aldrei átu hnetur. Þeir sem átu handfylli af hnetum daglega lifðu enn lengur.

Doktor Charles Fuchs, sem fór fyrir rannsókninni, segir að það sem standi upp úr niðurstöðunum sé bein tenging á milli hnetuáts og hjartasjúkdóma en líkur á hjartasjúkdómum minnkar um 29% hjá þeim sem borða hnetur samkvæmt niðurstöðunum. Sjá nánar á BBC.

Stikkorð: Heilsa  • Lífstíll  • Hnetur  • heilsuröfl