*

Hitt og þetta 26. júní 2013

Hnífapör hafa áhrif á bragðlaukana

Hnífapör segja eitthvað um hvernig okkur finnst matur bragðast samkvæmt nýrri rannsókn.

Er súpan vond? Skiptu þá um skeið. Samkvæmt nýjustu rannsóknum hafa hnífapör áhrif á það hvernig matur bragðast.

Rannsóknin var birt í Flavour þar sem kemur fram að bragðið á matnum virðist fara eftir stærð, lögun og lit á hnífapörum

Í rannsókninni kom fram að þyngd, stærð og gæði skeiðar hafi áhrif á hvort fólki fannst jógúrt þykk, vönduð eða sæt. En allir fengu þó sömu jógúrtina, bara með mismunandi skeiðum.

Þeir sem borðuðu jógúrt með þungri skeið sögðu hana ódýra, lausa í sér og ekki góða en þó sæta. En þeir sem notuðu bláa skeið sögðu jógúrtina saltari. Sama tilraun var gerð með ost. Þeir sem borðuðu ost með hníf sögðu hann saltari en lítill munur var á bragði notaði fólk gafal eða skeið.

Rannsakendur benda á að oft hefur heilinn ákveðið hvernig matur er á bragðið áður en hann snertir bragðlaukana og það hefur síðan áhrif á hvernig fólki finnst matur bragðast.

Og heilsuráð fyrir þá sem mega ekki borða of mikið salt? Notið blá hnífapör. Sjá nánar á Gizmodo.com.

Stikkorð: Matur  • Hnífapör