*

Veiði 10. nóvember 2012

Hnýtingar viðhalda veiðiskapinu

Jón Bragi Gunnarsson hefur kennt fluguhnýtingar hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar undanfarin ár.

Þrátt fyrir að laxveiðitímabilið sé á enda runnið er nóg að gera fyrir veiðimenn yfir veturinn. Margir hnýta sjálfir flugur sínar og nota vetrartímann til þess en fyrir nýliða er nauðsynlegt að finna sér leiðsögn áður en af stað er haldið. Víða eru haldin fluguhnýtinganámskeið og hafa stangaveiðifélögin verið dugleg við slíkt námskeiðahald undanfarin ár. SVFR og SVAK hafa t.d. bæði haldið námskeið í fluguhnýtingum.

Jón Bragi Gunnarsson hefur haldið utan um námskeiðahaldið hjá SVAK. „Fluguhnýtingar eru leið fyrir veiðimenn til að halda í raun áfram að veiða þótt menn standi ekki í ánni. Mínar hnýtingar snúast t.d. töluvert um að reyna að finna rétta flugu miðað við aðstæður í ánni sem ég upplifði sumarið á undan. Það er margt sem hægt er að gera til að hanna rétta flugu að tilteknum aðstæðum. Þar með er ekki gefið að tilraunin takist en maður kemst í veiðiskapið engu að síður. Þá er miklu skemmtilegra að veiða fisk á flugu sem maður hefur hnýtt sjálfur,“ segir Jón Bragi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Fluguhnýtingar