*

Bílar 28. maí 2021

Höfnuðu tilboði í Lamborghini

Svissneskt félag, að nafni Quantum Group AG, bauð Volkswagen Audi-samstæðunni 7,5 milljarða evra fyrir Lamborghini.

Svissneskt félag, að nafni Quantum Group AG, gerði Volkswagen Audi-samstæðunni nýverið 7,5 milljarða evra tilboð, andvirði tæplega 1.120 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins, í Automobili Lamborghini.

Frá 1999 hefur Lamborghini verið í eigu Audi en Audi hefur verið í eigu VW síðan á sjöunda áratug síðustu aldar. Samkvæmt Reuters var tilboðinu hafnað og ekki til skoðunar að selja öðrum aðilum merkið.