*

Ferðalög & útivist 18. nóvember 2017

Höfuðborg rísandi heimsveldis

Peking kemst ekki á lista yfir vinsælustu áfangastaði Íslendinga en er engu að síður áhugaverður staður.

Peking, höfuðborg Kína, er ekki hefð­ bundinn áfangastað­ ur fyrir Íslendinga í sumarleyfum en þangað er engu síður áhugavert að ferðast. Sérstaklega fyrir þá sem hafa gaman af iðandi lífi og jafnvel dálitlu öngþveiti.

Flugvöllurinn gefur strax tóninn um að maður sé niðurkominn í fjölmennasta ríki heims en fjöldi farþega sem fer um flugvöllinn árlega nálgast hundrað milljón manns. Öll mannvirki og skipulag gerir ráð fyrir gríðarmiklum fjölda fólks.

Samgöngur eru vel skipulagðar og gatnakerfið mótast af hringvegunum inn í og í kringum borgina en auk þess er þægilegt að ferðast um borgina með neðanjarðarlestum. Heimamenn ferðast margir hverjir um á reiðhjólum, vespum og gömlum mótorhjólum en ferðalangar mega búast við að sjá aragrúa af slíkum farartækjum.

Í hjarta Peking má finna Tiananmen-torg sem er alla jafna kallað Torg hins himneska frið­ ar og er eitt stærsta torg í heimi. Á því má finna grafhýsi Maó Zedong, fyrrum formanns Komm­únistaflokksins og fyrsta leiðtoga Alþýðulýðveldisins Kína. Þar má einnig finna þjóðminjasafn Kínverja og þinghúsið.

Að baki torginu liggur Forboðna borgin sem nú er kölluð Hallarsafnið. Forboðna borgin var um 500 ára skeið höll keisara af Ming og Qing ættum. Fyrir utan þetta helsta kennileiti Kínverja hangir gríðarstór mynd af Maó sem minnir gesti á stjórnarfar ríkisins. Þegar inn er komið blasir hins vegar við hin klassíska byggingarlist Kínverja sem svíkur engan sem þangað fer

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.