*

Tíska og hönnun 25. júlí 2013

Höll eins og hallir eiga að vera

Höll á fimm hæðum í Carnella með útsýni yfir Maggiore-vatn á Ítalíu er til sölu.

Falleg höll sem var byggð árið 1896 er til sölu. Höllin er 800 fermetrar og stendur á 5000 fermetra lóð. Lyfta og fallegur stigi er innan dyra og eru aðalhæðirnar fjórar. Fimmta og efsta hæðin er fallegt háaloft með glerþaki. Allar innréttingar eru upprunalegar og í ótrúlega góðu ástandi. 

Höllin skiptist í nokkrar vistarverur en á háaloftinu eru tvær íbúðir með sérbaðherbergi og stórkostlegu útsýni yfir Maggiore-vatn.

Sundlaugin er 50 metrum frá húsinu. Við sundlaugina stendur lítið hús (250 fm) með skiptiaðstöðu, sturtu, líkamsrækt og öðrum þægindum sem þarf þegar svamlað er í sundlaug. Á lóðinni er líka gestahús með verönd þar sem sést vel yfir Maggiore-vatn. 

Óskað er eftir tilboðum í eignina. Nánari upplýsingar og fleiri myndir má sjá hér. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Ítalía  • Fasteignir