*

Tíska og hönnun 8. maí 2013

Höll í miðju gili til sölu

Í fallegu gili í Arizona situr magnað hús með öllum heimsins þægindum.

Í miðju gili, í hinu vandaða hverfi Silverleaf, er stórkostlegt hús í Miðjarðarhafsstíl til sölu. Húsið er umkringt fjöllum, golfvelli og með útsýni í allar áttir. 

Húsið er 1300 fermetrar og í því eru sex svefnherbergi, átta baðherbergi, vínkjallari, bókasafn og stór skrifstofa. Marmari og franskir steinar eru á gólfum. Viðargólfið sem prýðir skrifstofuna er innflutt frá Frakklandi. Eldhússkáparnir eru innfluttir frá Englandi og öll tæki í eldhúsi eins og á fínasta veitingastað.

Úr næstum öllum herbergjum hússins er útgengi á svalir með stórkostlegu útsýni. Upphituð sundlaug og gestahús eru á lóðinni. Húsið kostar tæpa 1,63 milljarða króna og nánari upplýsingar má finna hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Arizona