*

Tíska og hönnun 30. maí 2013

Höll í New Jersey

Í þessu húsi hefði farið vel um Tony Soprano og fjölskyldu en eitt voldugasta hús New Jersey fylkis er til sölu.

Í bænum Rumson í New Jersey er magnað hús til sölu en það heitir Villa Serena.

Húsið er lokað af með girðingu og stóru hliði svo næðið er mikið. Það er íburðarmikið og hugtakið „Less is more” hefur ekki verið haft að leiðarljósi við innanhúshönnunina.

Í húsinu eru sjö svefnherbergi, 13 baðherbergi, fyrsta flokks eldhús, sólstofa, bókasafn, gestaálma, vínkjallari, leikherbergi og bar sem opnast út á steinverönd.

Á lóðinni er síðan sundlaug, garðskáli og tennisvellir. Húsið kostar 1,2 milljarð króna. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • New Jersey