*

Hitt og þetta 27. september 2013

Höll í Peking stendur tóm vegna draugagangs

Enginn þorir að stíga fæti inn í barokkhöll sem stendur í miðri Peking. Hvers vegna? Jú, vegna drauga.

Höll í miðri Peking stendur tóm vegna draugagangs. Eignin, sem nefnd er Chaonei No. 81, þykir gullfalleg og meistarverk í arkitektúr. Einu sinni var höllin kirkja, síðan heimili en í dag stendur hún tóm og grotnar niður.

Fólk hefur alla tíð forðast höllina sem er í barokkstíl. Hún var byggð í kringum aldamótin 1900 og var gjöf Breta. Þegar borgarastríðinu í Kína lauk árið 1949 með sigri kommúnista flúði síðasti íbúinn til Tævan. Kona hans, eða viðhaldið, varð eftir og í örvæntingu sinni hengdi hún sig í höllinni.

Alveg síðan þá hafa verið uppi sögusagnir um draugagang í húsinu og allir þeir sem hafa reynt að hafast við í höllinni hafa gefist upp á því. Meira að segja meðlimir Rauða hersins, sem kalla ekki allt ömmu sína, gáfust upp á dvölinni í húsinu og enn í dag taka  heimamenn stóran sveig fram hjá því.

Þar sem húsið þykir svo mikið meistarastykki er að sjálfsögðu búið að friða það svo ekki má rífa húsið. En ekkert er gert til að halda því við. Svo fólk heldur bara áfram að forðast húsið. Og vera hrætt. Sjá nánar hér fyrir þá sem þora.

Stikkorð: Peking  • Örvænting  • Draugagangur  • Draugar