*

Tíska og hönnun 24. maí 2013

Höll í plantekrustíl á Nýja Sjálandi

Fyrir fólk sem vill búa á lítilli eyju með útsýni yfir hafið með vínekru á Nýja Sjálandi, þá gæti verið hugmynd að gera tilboð í þessa eign.

Höll í plantekrustíl, hönnuð af Bryce Ardern, er til sölu. Höllin er á eyjunni Waiheke á Nýja Sjálandi og nær lóðin að Kauri klettunum.

Lóðin liggur að hafinu og er útsýnið stórkostlegt. Vínekra er á landareigninni þar sem syrah, chardonnay, sauvignon blanc og pinot gris þrúgurnar eru ræktaðar. 

Öll hönnun og innréttingar eru fyrsta flokks og engu var til sparað við að gera eignina sem fallegasta og þægilegasta. Innanstokks er viðurinn úr franskri eik, skeljasandsflísar og granítborð en Anna Desbonnets sá um innanhúshönnunina. Í húsinu er nóg pláss en það er 1800 fermetrar. 

Óskað er eftir tilboðum í eignina

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Nýja Sjáland