*

Tíska og hönnun 5. júní 2013

Höll Trubetskoy í Pétursborg

Stórglæsileg höll, sem var heimili aðalsfólks og hertoga, er til sölu í Pétursborg. Höllin stendur á besta stað í borginni.

Höll sem stendur við bakka árinnar Nevu í Pétursborg er til sölu. Hún setur sterkan svip á borgarmynd Sankti Pétursborgar og var byggð á 18. öld.

Höllin var í upphafi heimili Trubetskoy hertoga sem var í uppáhaldi hjá Pétri mikla. Fleiri aðalsmenn bjuggu í höllinni þar til hún var tekin í ríkiseigu árið 1917.

Höllin, sem er 3590 fermetrar, hefur verið tekin í gegn bæði að innan og utan síðustu árin. Hún þykir hin fegursta en móttökusalurinn er glæsilegur með fallegum stiga upp á efri hæðir. Í höllinni er líka innigarður, gosbrunnur, stór salur með glerþaki og fleiri ótrúleg herbergi, salir og garðar. 

Óskað er eftir tilboðum í eignina en nánari upplýsingar má finna hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • St. Pétursborg
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is