*

Tíska og hönnun 17. maí 2013

Höll í Santa Barbara með útsýni yfir Kyrrahafið

Fyrir aðdáendur sápuóperunnar Santa Barbara er hér skemmtilegt hús sem hefði smellpassað inn í þættina.

Gullfalleg höll í Santa Barbara er til sölu. Húsið var byggt 1928 og hefur verið endurgert að miklu leyti.

Húsið er á tveimur hæðum og útsýnið yfir Kyrrahafið er stórkostlegt. Svefnherbergin eru fimm og baðherbergin sex í þessu 735 fermetra húsi. Engu var til sparað þegar húsið var innréttað á ný og eru allar innréttingar fyrsta flokks.

Á lóðinni er sundlaug og tröppur á milli veranda þar sem hægt er að slaka á og horfa yfir Kyrrahafið. Fyrir þau sem muna eftir sápuóperunni Santa Barbara er auðvelt að ímynda sér Kelly og Eden og Cruz röltandi um garðana og húsið í alls konar baktjaldamakki. 

Húsið kostar tæpan 1,5 milljarð króna en nánari upplýsingar má finna hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Santa Barbara