*

Tíska og hönnun 30. janúar 2014

Höll á tvo og hálfan milljarð til sölu á Miami Beach

Höllin sem er til sölu á Miami Beach hefur verið notuð í tónlistarmyndbönd og kvikmyndir enda hin glæsilegasta.

Stórglæsileg höll á Miami Beach í Flórida er nú til sölu. Höllin sem er um 1300 fermetrar á stærð hefur verið notuð í tónlistarmyndbönd og kvikmyndir í gegnum tíðina en eins og sést á myndunum er hún mjög sérstök og glæsileg.

Eignin samanstendur af aðalhúsinu, gestahúsi, bátahúsi og sundlaugahúsi. Í aðalhúsinu er ótrúlega hátt til lofts og útsýnið yfir höfnina er stórkostlegt. 

Eignin kostar 22,5 milljónir dala eða 2,5 milljarða íslenskra króna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Miami Beach