*

Tíska og hönnun 15. júlí 2013

Höll á Norður-Ítalíu fyrir þau sem vilja frið og fegurð

Fallegur gróður umlykur einstaka höll í upprunalegu ástandi rétt fyrir utan Parma á Norður-Ítalíu.

Nokkrum kílómetrum frá miðbæ Parma í elegant hverfi er þessi stórkostlega eign til sölu. Óskað er eftir tilboðum í eignina

Húsið, eða öllu heldur höllin, er síðan á 18. öld og hefur alla tíð verið vel við haldið. Marmara er víða að finna í höllinni og freskurnar í loftinu gera hana alveg sérstaklega fallega.

Risastórir salir með fimm metra lofthæð henta vel til að halda dansiböll. Síðan má lesa bækur inni á stóra bókasafninu sem er alveg upprunalegt eins og allar aðrar innréttingar í höllinni. Borðstofa, stórt eldhús, sex svefnherbergi og fimm baðherbergi, stór verönd með útsýni yfir landið sem fylgir eigninni. Allt þetta ætti að gleðja hvern þann sem fjárfestir í eigninni.

Á lóðinni er síðan sér hús fyrir gesti, nokkrar minni byggingar og lítil kapella. Húsið sjálft er stórt en fyrstu tvær hæðirnar eru 740 fermetrar og þriðja hæðin er 370 fermetrar. Kjallarinn er 370 fermetrar og húsin á lóðinni eru samtals 340 fermetrar. Lóðin er römmuð inn af fallegum trjám og gróðri og því er mjög mikið næði í kringum húsið. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Ítalía  • Fasteignir  • Parma