*

Tíska og hönnun 9. apríl 2013

Höll á þremur hæðum í París

Nýtt og gamalt mætist í fallegri endurgerðri höll í París.

Einstaklega fallegt heimili er til sölu í miðborg Parísar. Húsið er á þremur hæðum og nýlega endurgert frá grunni. Nánari upplýsingar má finna hér

Í húsinu er glerlyfta og verönd og þaðan er gengið út í lokaðan garð. Stórar stofur og borðstofur prýða heimilið. Svefnherbergin eru átta og stórt bókasafn er í húsinu. Lítil íbúð er fyrir starfsfólk.

Eins og sjá má á myndunum fær gamli stíllinn að njóta sín í bland við nútímalegri hönnun. 

Eignin er 950 fermetrar og kostar rúmar 31 milljónir evra eða 4,8 milljarða íslenskra króna. 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • París