*

Bílar 14. júlí 2015

Honda kemur fram með nýjan jeppling

Hinn nýi B-RV á að vera mun flottari heldur en Pilot, sambærilegur bíll Honda á Bandaríkjamarkaði.

Róbert Róbertsson

Honda stefnir á að framleiða nýjan sjö sæta jeppling sem fær nafnið Honda B-RV. Hann á að vera með þremur sætaröðum. 

Hinn nýi B-RV á að vera mun flottari heldur en sambærilegur bíll sem Honda framleiðir fyrir Bandaríkjamarkað og ber nafnið Pilot. Við þekkjum ekki þann bíl og kannki sem betur fer enda ekki sá fallegasti en munum væntanlega kynnast hinum nýja B-RV þegar hann kemur á markað. Vélin í B-RV verður ekki sú kraftmesta frá japanska bílaframleiðandanum, aðeins 1,5 lítra bensínvél, sem kemur kannski nokkuð á óvart. En vélin á að vera eyðslugrönn og umhverfisvæn sem skýrir líklega margt. Jepplingurinn mun fást bæði beinskiptur og sjálfskiptur. 

Líklegt má telja að hann verði bæði í boði fjórhjóladrifinn og framhjóladrifinn því hann stendur nokkuð hátt frá vegi samkvæmt teikningum af jepplingnum.

Stikkorð: Bílar  • Honda  • Honda B-RV