
Á HönnunarMars sameinast allar greinar hönnunar; fatahönnun, arkitektúr, húsgagna- og innanhússhönnun, grafísk hönnun og vöruhönnun.
Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir af íslenskum hönnuðum og arktitektum, en þátttakendur hátíðarinnar telja um 400 ár hvert. Aukinn fjöldi erlendra þátttakenda kemur til landsins með hverju ári og tekur þátt í HönnunarMars.
Á HönnunarMars býðst tækifæri til að auðga andann og sækja innblástur. Hátíðin er orðin mikilvægt hreyfiafl í íslensku samfélagi og er viðskiptalegt vægi hátíðarinnar mjög mikið fyrir þátttakendur.
Dagskráin hefur sjaldan eða aldrei verið jafn fjölbreytt og glæsileg en á meðal viðburða ár hvert eru sýningar, fyrirlestrar, uppákomur og innsetningar eins og sjá má hér: http://honnunarmars.is/dagskra/