*

Menning & listir 13. nóvember 2015

Hönnunarsjóður úthlutar 15.5 milljónum

Arkitektar og hönnuðir hljóta styrk frá ríkinu til að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs.

Þrettán verkefni í hönnun og arkitektúr fengu styrk frá hönnunarsjóði í dag. 

Þetta er fjórða og síðasta úthlutunin á árinu, en styrkirnir voru afhentir af Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra við formlega athöfn í Hönnunarmiðstöð Íslands. 

Sjóðnum bárust 108 umsóknir af öllum sviðum hönnunar. Þréttán verkefni fengu styrk að lokum og eru flestar styrkupphæðirnar á bilinu 500 þúsund til 1,5 milljón króna.

Sérstaklega voru veittir styrkir til markaðssetningar erlendis, en sjóðnum er meðal annars ætlað að styðja við útflutning íslenskrar hönnunar.

Meðal umsækjanda sem hlutu styrk voru:

  • Spaksmannsspjarir, 2 milljónir króna
  • Kjartan Óskarsson, 2 milljónir króna
  • Rán Flygenring, 1 milljón króna
  • Aurum, 1 milljón króna
  • Steinunn Björg Helgadóttir, 500 þúsund krónur
  • Halldóra Arnardóttir, 500 þúsund krónur
Stikkorð: Hönnun  • Styrkur  • List  • Arkitektúr  • Hönnunarsjóður
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is