*

Ferðalög 11. október 2013

Hörðustu flugvellir í heimi

Það borgar sig ekki að grína eða vera með vesen á flugvöllunum í þessari grein.

Bandaríkin sitja í toppsætinu hvað varðar flugvelli sem þykja hafa strangasta útlendingaeftirlitð. Í öðru sæti koma Sameinuðu arabísku furstadæmin. Þetta kemur fram í nýlegri könnun.

Í könnuninni svaraði um helmingur þátttakenda að alvarlegir starfsmenn í vegabréfaeftirliti létu því líða illa. Búningar starfsfólksins vöktu líka upp ónotatilfinningar.

The Guardian segir frá niðurstöðunum á vefsíðu sinni. Þar er þó tekið fram að könnunin sé lítil, aðeins 1500 svarendur og sem urðu að hafa heimsótt að minnsta kosti tíu lönd. 61% svarenda sagðist hafa einhvern tímann óttast starfsfólk vegabréfaeftirlits.

Hér koma löndin með ströngu flugvellina:

  1. Bandaríkin – 22%
  2. Dubai/UAE – 12%
  3. Mexíkó – 9%
  4. Kanada – 8%
  5. Suður-Kórea - 6%
  6. Bretland - 5%
  7. Ísrael - 5%
  8. Pakistan – 4%
  9. Venesúela – 4%
  10. Kúba – 3%
Stikkorð: Flugvellir  • Eftirlit  • Vesen  • Vegabréfseftirlit