*

Bílar 7. mars 2016

Horfinn á 2,5 sekúndum

Nýr Bugatti Chiron skilar alls 1480 hest­öflum sem gerir Chiron aflmesta fjöldaframleidda bíl heims.

Einn eftirtektarverðasti bíllinn á bílasýningunni í Genf, sem nú stendur yfir, er nýr Bugatti Chiron. 

Sportbíll­inn leys­ir af hólmi Bugatti Veyron og verður enn kraftmeiri en forverinn. Í vopnabúrinu undir húddinu er 8 lítra W 16 vél sem skilar alls 1480 hest­öflum sem gerir Chiron aflmesta fjöldaframleidda bíl heims. Há­marks­hraðinn er um 420 km/​klst. Bugatti Chiron fer úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 2,5 sek­únd­um. Það væri ekker grín fyrir lögguna að þurfa að elta þennan bíl uppi.

Það er ekkert útsöluverð á þessum magnaða sportbíl þvi hann mun kosta rúmlega 400 millj­ón­ir króna. 500 eintök verða smíðuð af Bugatti Chiron og búast má við að eftirspurnin verði mikil enda fjölmargir sem hafa peninga og áhuga að eignast þennan bíl.

Stikkorð: Bugatti