*

Ferðalög & útivist 31. júlí 2013

Hótel í eigu heimsfrægra

Það gæti verið fróðlegt að biðja um að fá að tala við eigandann á hótelunum sem The Telegraph tók saman.

Bono í U2, leikararnir Robert de Niro, John Malkovich, Robert Redford og ökuþórinn David Coulthard eiga það allir sameiginlegt að vera hóteleigendur. Hótelin eru í öllum heimshornum og eru að sjálfsögðu mjög flott og hugguleg.

The Telegraph hefur tekið saman skemmtilegan lista af hótelum sem eiga það öll sameiginlegt að vera í eigu frægra einstaklinga. Myndir af hótelunum má sjá í myndasafninu hér að ofan. Og hér má sjá nokkur hótel á listanum: 

Cromlix, nálæt Dunblane í Skotlandi í eigu Andy Murray.

The Clarence í Dublin er í eigu Bono og The Edge í U2.

Mission Ranch hótel í Kaliforníu í eigu Clint Eastwood.

The Big Sleep Hotel í Eastbourne í eigu John Malkovich.

The Greenwich Hotel í New York í eigu Robert de Niro.

Blancaneaux Lodge í San Ignacio, Belize í eigu Francis Ford Coppola.

Sundance Resort í Utah í eigu Robert Redford.

Palazzo Versace í Queensland í Ástralíu í eigu Donatella Versace.

Marley Resort & Spa, Nassau í Bahamas í eigu fjölskyldu Bob Marley.

Terrace Beach Resort í Kanada í eigu Jason Priestly.

Hotel Rival í Stokkhólmi í eigu Benny Andersson.

Hotel Villa Angela á Sikiley í eigu Jim Kerr.

Columbus í Mónakó í eigu David Coulthard.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Hótel  • Frægt fólk