*

Hitt og þetta 23. febrúar 2014

Hótel lobbý

Fátt er meira elegant og erlendis en gott hótellobbý þegar fólk vill komast aðeins „í burtu frá þessu öllu“.

Falleg hönnun, arineldur, dýrindis kertaljós og mikil lofthæð eru lykilatriði á hótellobbýjum.

Það er eitthvað svo dásamlega fullkomið að fá tækifæri til að sitja í dýrum húsgögnum frá Arne Jacobsen eða Eames, horfa út um þykkt gler sem er keypt hinum megin á hnettinum og ylja sér við arineld. Allt án þess að borga formúu fyrir hótelherbergi. Enda er oftast mesta fjörið í lobbýinu.

Skoðum tvö sérstaklega falleg og velheppnuð lobbý á hótelum borgarinnar:

Hilton Reykjavík Nordica: »Lobbýið á Hilton Reykjavík Nordica er stórt og mikið. Nýlega var það tekið í gegn og settir upp léttir hliðarveggir og bætt við setustofum. Það er meiri umferð af fólki og hamagangur en til dæmis á 101 og kannski aðeins meira umburðarlyndi fyrir börnum sem eiga það til að klifra upp um alla veggi maulandi franskar kartöflur í teppið. Stemningin í anddyrinu er alþjóðleg og það er pínulítið eins og maður sé kominn til útlanda þegar setið er í sófunum við innganginn þar sem hægt er að fylgjast með heilu hópunum af ferðamönnum draga inn ferðatöskur, prúðbúið fólk á leið inn í veislusalina og kliðinn úr Vox veitingastaðnum. Þarna er algjörlega hægt að tjilla í marga klukkustundir þess vegna, með góða bók og kaffibolla.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.